Breyting á úthlutunarreglum Fræðslusjóðs Kjalar

Úthlutunarreglur Fræðslusjóðs Kjalar breytast frá og með 1. september 2010 og gildir þessi breyting fyrir námskeið á haustönn 2010.

Á hverjum tveimur árum er hámarksstyrkur kr. 120.000 en þeir sem hafa verið félagsmenn í tíu ár eða lengur geta fengið allt að kr. 140.000.  Auk þess hefur orðið breyting á styrk vegna lífsleikninámskeiða án beinnar tengingar við starf, nú er greitt 50% af gjaldi og árlegt hámark er kr. 20.000.

Starfsfólk er hvatt til þess að kynna sér sína fræðslusjóði og nýta sem best þá möguleika til starfsmenntunar sem þar eru fyrir hendi. Starfsfólk getur sótt um styrki til þess að sækja ýmis námskeið eða námsleiðir.

Starfsfólk í Einingu Iðju getur sótt um styrki til starfsmenntunar í Sveitamennt.

Starfsfólk í Kili getur sótt um styrki til starfsmenntunar í Fræðslusjóð Kjalar.

Starfsfólk í BHM félögum geta sótt um styrki til starfsmenntunar í Starfsmenntunarsjóð Bandalags háskólamanna.

Grunnskólakennarar geta sótt um styrki til starfsmennturnar í Verkefna- og námsstyrkjasjóð (Vonarsjóður).

Leikskólakennarar geta sótt um styrki til starfsmenntunar í Vísindasjóð leikskólakennara.

Tónlistarskólakennarar geta sótt um styrki til starfsmenntunar í Starfsmenntunarsjóð Félags tónlistarskólakennara.

Tónlistarskólakennarar í stéttarfélaginu Kjölur geta sótt um styrki til starfmenntunar í Vísindasjóð vegna tónlistarskólakennara.

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan