Bæklingur um hættu á heilsutjóni vegna gosösku

Fjölmiðlateymi Samhæfingarstöðvar Almannavarna hefur tekið saman bækling sem nefnist ?Hætta á heilsutjóni vegna gosösku - Leiðbeiningar fyrir almenning". Bæklingurinn er þýddur úr ensku og í hann settar íslenskar myndir með góðfúslegu leyfi Morgunblaðsins.  Hann er þýddur, yfirlesinn og útgefinn í samvinnu Almannavarnadeildar Ríkislögreglustjóra, Rauða Kross Íslands, Landspítala og Landlæknis / Sóttvarnalæknis.

Bæklingurinn er að sögn fjölmiðlateymisins ekki fullkominn en þegar færi gefst mun ?ritstjórn" þessara stofnana koma saman og vinna hann betur.

Bæklinginn má finna á heimasíðu almannavarna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan