Gleði, menning, skemmtun á Akureyri um helgina
Akureyrarvaka verður haldin frá föstudegi til sunnudags núna um helgina. Á dagskrá eru um 60 fjölbreyttir viðburðir sem verða í boði víðsvegar um miðbæinn. Setningarhátíðin Rökkurró hefst kl. 20 á föstudagskvöldið í Lystigarðinum og að því búnu tekur meðal annars við Draugaslóð í Innbænum en þeim viðburði fylgja þau varnaðarorð að óferskjur og óhljóð gætu skotið börnum og viðkvæmum skelk í bringu.
24.08.2022 - 09:41
Fréttir frá Akureyri
Ragnar Hólm
Lestrar 831