Tillaga að breytingum á deiliskipulagi: Naustahverfi - húsgerð við Skálatún o.fl.

Með vísan til 1. mgr. 26. gr. skipulags- og byggingarlaga auglýsir Akureyrarbær hér með tillögu að breytingum á deiliskipulagi 1. áfanga Naustahverfis, upphaflega samþykktu í bæjarstjórn 23. apríl 2002, síðast breyttu með samþykkt bæjarstjórnar 21. september 2004. Tillaga er nú gerð um eftirtaldar breytingar:

1. Húsgerð á lóðunum 1-23 við Skálatún breytist úr 1-2ja hæða parhúsum með bílageymsluhæð undir í einnar hæðar parhús með bílskúr.

2. Lóðarmörk leikskólalóðar við Hólmatún breytist þannig að nauðsynleg bílastæði verði innan lóðar.

3. Breytt lega stígs austur úr enda Mýrartúns.

4. Breytt skipting lóða nr. 2-6, 8-12 og 14-18 við Stekkjartún í húslóðir annars vegar og sameiginlegar aðkomulóðir hinsvegar.

(Skoða tillöguuppdrátt, jpg-mynd, 1500k) Ath: Birtist í nýjum glugga.

Tillöguuppdráttur og tillaga að breyttum skipulagsskilmálum munu liggja frammi í þjónustuanddyri Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 1. hæð, næstu 6 vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til föstudagsins 7. janúar 2005, svo að þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu Akureyrarbæjar: http://www.akureyri.is/ undir: Auglýsingar og umsóknir/ Skipulagstillögur.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 föstudaginn 7. janúar 2005 og skal athugasemdum skilað til Umhverfisdeildar Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, 3. hæð. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við auglýsta tillögu innan þessa frests telst vera henni samþykkur.

26. nóvember 2004,

Skipulags- og byggingarfulltrúi Akureyrarbæjar.



Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan