Höldum umhverfi okkar hreinu

Að gefnu tilefni er athygli vakin á mikilvægi þess að henda ekki rusli á víðavangi, heldur koma því frekar í réttan farveg.

Tyggjóklessur, grímur, nikótínpúðar, sígarettustubbar og annað rusl á ekki að sjást á götum, stígum eða lóðum í bæjarlandinu.

Tilefni þessarar brýningar er ábending frá starfsfólki leikskóla sem fer yfir skólalóðir á hverjum morgni og fjarlægir sjáanlegt rusl. Að sögn þess hefur talsvert borið á því undanfarið að nikótínpúðar liggi á víð og dreif um lóðirnar. Hvort sem púðarnir hafa vísvitandi verið skildir eftir á skólalóðunum eða fokið þangað annars staðar frá þá er þetta hinn mesti sóðaskapur og er beinlínis hættulegt þegar um ung börn er að ræða.

Hjálpumst að við að halda umhverfi okkar hreinu og pössum sérstaklega upp á leiksvæði barna.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan