Sundlaugin í Grímsey er opin 4 daga í viku. Þetta er innanhússlaug þar sem hita þarf upp allt vatn í eyjunni. Laugin er 12.6 x 6 metrar, einnig er heitur pottur, snyrtingar og sturtur.
Í dag, 11. nóvember, er haldið upp á fæðingardag velgjörðarmanns Grímseyinga, Bandaríkjamannsins Daniels Willards Fiske, en sá dagur er ávallt haldinn hátíðlegur í Grímsey.