Fréttir

Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Íbúafundur mánudaginn 29. júní

Íbúafundur verður haldinn í Félagsheimilinu Múla mánudaginn 29. júní frá kl. 17-19.
Lesa fréttina Íbúafundur mánudaginn 29. júní
Sumarsólstöður

Sumarsólstöður

Grímseyingar hafa í gegnum tíðina fagnað þessum tímamótum með viðburðum af ýmsu tagi. Hátíðin í ár var lágstemdari og með öðru sniði en áður sökum ástandsins í heiminum.
Lesa fréttina Sumarsólstöður
Myndir: Karen Nótt Halldórsdóttir.

Sjómannadagurinn

Sjómannadeginum var fagnað í Grímsey með eilítið breyttu sniði. Hefðbundið kaffisamsæti sem kvenfélagið Baugur skipulagði hélt þó sínum sessi.
Lesa fréttina Sjómannadagurinn
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Umsóknarfrestur í styrktarsjóðinn er til og með næstkomandi föstudag, 15. maí.
Lesa fréttina Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey
Mynd: Eyþór Ingi Jónsson

Krían er mætt við heimskautsbauginn

Mikil kríubyggð er í Grímsey og sást til fyrstu kríanna að vitja varpstöðvanna í gær.
Lesa fréttina Krían er mætt við heimskautsbauginn
Myndir: Guðrún Inga Hannesdóttir

Engan bilbug að finna á ungum Grímseyingum

Það er kraftur í tveimur ungum Grímseyingum sem festu nýverið kaup hvor á sínum bátnum.
Lesa fréttina Engan bilbug að finna á ungum Grímseyingum
Myndir: Guðrún Inga Hannesdóttir

Lundinn er mættur

Vorið er farið að láta á sér kræla norður við heimskautsbaug eftir frekar erfiðan og snjóþungan vetur. Langvían og álkan eru nú þegar sest upp í björgunum til að tryggja sér hreiðurstæði og lundinn var að mæta.
Lesa fréttina Lundinn er mættur
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey

Verkefnisstjórn byggðaþróunarverkefnisins Glæðum Grímsey auglýsir styrki vegna verkefnisins fyrir árið 2020, eða kr. 5.000.000. Styrkfénu er ætlað að styrkja verkefni sem falla að áherslum byggðaverkefnisins.
Lesa fréttina Styrkir í byggðaþróunarverkefnið Glæðum Grímsey
Myndir: Anna María Sigvaldadóttir

Elstu menn muna vart annað eins

Marsmánuður hefur verið einstaklega stormasamur. Óvenjumikill snjór er nú í Grímsey og muna elstu menn ekki eftir svona vondum vetri.
Lesa fréttina Elstu menn muna vart annað eins
Vetrartíð í Grímsey

Vetrartíð í Grímsey

Vetrartíð hefur verið ríkjandi meira og minna síðan í desember. Veturinn hefur verið erfiður, lítið hefur verið hægt að sækja sjóinn og margar ferðir fallið niður í áætlunarfluginu. Ferjan Sæfari hefur þó náð að halda áætlun að mestu leyti en aðeins nokkrar ferðir hafa fallið niður.
Lesa fréttina Vetrartíð í Grímsey
Mynd: Anna María Sigvaldadóttir

Hvalreki í Grímsey

Um helgina rak fullvaxinn Búrhval að höfninni í Grímsey. Hræið sem um ræðir er af fullvöxnum tarfi sem gæti verið um 50 tonn. Draga þurfti hræið út úr höfninni með dráttarvél í morgun til að rýma fyrir Sæfara sem var að koma í áætlunarferð til eyjarinnar.
Lesa fréttina Hvalreki í Grímsey