Fréttir

Ný Miðgarðakirkja í sólsetrinu. Mynd: Nikolai Galitzine.

Nýja kirkjan orðin fokheld

Að reisa byggingar í Grímsey, nyrstu byggð Íslands, krefst mun meiri fyrirhafnar og kostnaðar en í landi. Til eyjarinnar þarf að flytja allt byggingarefni sjóleiðina og sömuleiðis jarðefni, s.s. möl og sand. Varðskipið Þór, skip Landhelgisgæslu Íslands, lagði upp í reglulega eftirlitsferð frá Reykjavík í síðustu viku og tók með sér stuðlabergsskífur sem fara á þak nýju kirkjunnar. Í gærmorgun kom skipið til Grímseyjar og efnið var flutt á gúmbátum í land. Fyrr í sumar kom skipið með timbur og grjót til kirkjubyggingarinnar.
Lesa fréttina Nýja kirkjan orðin fokheld
Mynd: Nikolai Galitzine

Ný kirkja rís í Grímsey

Skóflustunga að nýrri Miðgarðakirkju í Grímsey var tekin í byrjun maí á þessu ári og í sumar hefur verið unnið ötullega að uppbyggingunni og er verið að ljúka að reisa kirkjuna þessa dagana.
Lesa fréttina Ný kirkja rís í Grímsey
Mynd: Anne-Lise Stangenes

Eina lest Íslands?

Ferðamönnum fer fjölgandi í Grímsey og þar með talið einnig komum skemmtiferðaskipa en von er á 29 skipum í ár.
Lesa fréttina Eina lest Íslands?
Grímseyjarkirkju færð Guðbrandsbiblía

Grímseyjarkirkju færð Guðbrandsbiblía

Í dag færðu hjónin Hrafnhildur A. Hallgrímsdóttir og Kolbeinn I. Arason Grímseyjarkirkju veglega gjöf í formi eintaks af Guðbrandsbiblíu.
Lesa fréttina Grímseyjarkirkju færð Guðbrandsbiblía
Mynd: Gyða Henningsdóttir.

Sólstöðuhátíðin í Grímsey

Um helgina verður haldin árleg Sólstöðuhátíð í Grímsey. Dagskráin einkennist af góðri samveru og fögnuði nú þegar birtu nýtur allan sólarhringinn.
Lesa fréttina Sólstöðuhátíðin í Grímsey
Magnús G. Guðmundsson sóknarprestur og Alfreð Garðarsson formaður sóknarnefndar. Mynd Anna María Sig…

Sjómannadagur og prestur kvaddur

Sjómannadeginum var fagnað í Grímsey að venju í gær og á dagskrá var meðal annars sjómannadagsmessa og kaffisamsæti í félagsheimilinu Múla.
Lesa fréttina Sjómannadagur og prestur kvaddur
Mynd: Arna Björg Bjarnadóttir

Skóflustunga tekin að nýrri kirkju í Grímsey

Í gær blakti íslenski fáninn víða við hún í Grímsey, er fyrsta skóflustunga var tekin að nýrri kirkju í eyjunni. Eins og alþjóð veit brann Miðgarðakirkja í Grímsey til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust.
Lesa fréttina Skóflustunga tekin að nýrri kirkju í Grímsey
Styrktartónleikar - Sól rís í Grímsey

Styrktartónleikar - Sól rís í Grímsey

Grímseyingar safna fyrir nýrri kirkju með tónleikum sem haldnir verða í Akureyrarkirkju miðvikudagskvöldið 27. apríl.
Lesa fréttina Styrktartónleikar - Sól rís í Grímsey
Mynd: María H. Tryggvadóttir

Fjarvinnuaðstaða í Grímsey

Kvenfélagið Baugur í Grímsey breytti rými sem áður hýsti leikskóla í félagsheimilinu Múla, í vinnuaðstöðu fyrir fólk sem vill dvelja í eynni og vinna fjarvinnu.
Lesa fréttina Fjarvinnuaðstaða í Grímsey
Mynd: María H. Tryggvadottir

Vorboði Grimseyjar

Lundinn er mættur heim að varpslóðum við Grímsey eftir vetrardvöl á hafi úti og boðar þar með vor við heimskautsbaug.
Lesa fréttina Vorboði Grimseyjar
Nýja Miðgarðakirkjan.

Ný Miðgarðakirkja

Stefnt er að því að bygging nýrrar Miðgarðakirkju í Grímsey geti hafist næsta vor. Í gær kynntu Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnastjóri kirkjubyggingarinnar, og Hjörleifur Stefánsson, arkitekt, teikningar að nýju kirkjunni fyrir Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra, Höllu Björk Reynisdóttur, forseta bæjarstjórnar, og nokkrum starfsmönnum bæjarins.
Lesa fréttina Ný Miðgarðakirkja