Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

DVD um jólin - Nýjar myndir hrannast inn

Amtsbókasafnið er alltaf að bæta við sig DVD titlum og eru þeir nú komnir yfir 3000. Í vikunni hafa bæst við fjölmargir titlar og fyrir jól mun þeim fjölga enn frekar. Hér fyrir neðan er listi yfir nýja DVD-titla á Amtsbókasafninu en við minnum jafnframt á 100 krónu tilboðið í desember, sem er á …
Lesa fréttina DVD um jólin - Nýjar myndir hrannast inn

Nýjar vörur á Amtsbókasafninu - Ekki bara nýjar bækur!

Á Amtsbókasafninu má ýmislegt finna. Meðal annars litla búð þar sem finna má stórskemmtilegar vörur fyrir yngri kynslóðina. Hillu með vörunum má finna við hlið afgreiðslunnar. Þar eru meðal annars borðáhöld, púsl, föt, spil, bækur og bangsar. Safnið hefur fengið mikið af nýjum vörum undanfarið. …
Lesa fréttina Nýjar vörur á Amtsbókasafninu - Ekki bara nýjar bækur!

Heimsfrumsýning í upplestri - Sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd sýnt

Eyrún Ósk Jónsdóttir heiðraði Amtsbókasafnið með nærveru sinni á mánudag. Hún las þá upp úr bók sem hún skrifaði ásamt Helga Sverrissyni, L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra. Bókin er mjög spennandi en lesa má meira um hana hérna. Eyrún las tvo kafla úr bókinni og sýndi svo einnig í fyrsta skipti sýn…
Lesa fréttina Heimsfrumsýning í upplestri - Sýnishorn úr væntanlegri kvikmynd sýnt

Bréf vegna mannréttinda á Amtsbókasafninu - Maraþonið vel heppnað

Laugardaginn 11. desember var bréfamaraþon Amnesty International á Amtsbókasafninu. Þar var gefinn kostur á að senda bréf til þolenda mannréttindabrota. Sex einstaklingar voru valdir úr og hægt var að senda bréf á þeirra tungumáli eða á ensku. Ekki geta allir fengið bréfin, einn þeirra hefur til að…
Lesa fréttina Bréf vegna mannréttinda á Amtsbókasafninu - Maraþonið vel heppnað

L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra - upplestur höfundar á Amtsbókasafninu á Akureyri

Eyrún Ósk Jónsdóttir L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra upplestur mánudaginn 13. desember kl. 17:15 Lára Sjöfn hlakkar ekki til sumarleyfisins en kynnist fyrir tilviljun hópi af stórskemmtilegu fólki sem býr í gömlu húsi við sjóinn. Þegar Lára kemst að því að þessir nýju vinir hennar eiga í höggi við …
Lesa fréttina L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra - upplestur höfundar á Amtsbókasafninu á Akureyri

Spennandi upplestur á mánudaginn - L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra

Mánudaginn 13. desember les Eyrún Ósk Jónsdóttir upp úr nýrri bók sinni, L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra. Þetta er skemmtileg barna- og unglingabók sem er hlaðin spennu, húmor og bráðskemmtilegum persónum. Upplesturinn hefst klukkan 17. "Lára Sjöfn hlakkar ekki til sumarleyfisins, ekki eftir það …
Lesa fréttina Spennandi upplestur á mánudaginn - L7: Hrafnar, sóleyjar og myrra

Góðir gestir á Amtsbókasafninu á föstudag - Þórunn og Lilja koma lesa úr bókum sínum

Amtsbókasafnið tekur vel á móti Þórunni Erlu-Valdimarsdóttur og Lilju Sigurðardóttir á föstudaginn. Lilja Sigurðardóttir les upp úr bók sinni Fyrirgefning og Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir upp úr Mörg eru ljónsins eyru. Báðir höfundar hafa notið mikilla vinsælda á Amtsbókasafninu og það er sannur heið…
Lesa fréttina Góðir gestir á Amtsbókasafninu á föstudag - Þórunn og Lilja koma lesa úr bókum sínum

Þjónustustefna Akureyrarbæjar - Amtsbókasafnið tekur þátt

Amtsbókasafnið er rekið af Akureyrarbæ og er raunar elsta stofnun hans. Þjónustustefna Akureyrarbæjar hefur verið samþykkt í bæ jarráði en einkunnarorð hennar eru þrjú, Fagleg - Lipur - Traust. Þjónustustefnan byggir á því að starfsfólk þekki hana og geti og vilji gera hana að sinni stefnu, sem …
Lesa fréttina Þjónustustefna Akureyrarbæjar - Amtsbókasafnið tekur þátt

Þemu desembermánaðar - Bækur og DVD-myndir

Líkt og alltaf tekur Amtsbókasafnið ýmislegt fyrir og vekur sérstaka athygli á. Varðandi bækur eru sérstakar hillur fyrir nýjar bækur og fyrir vinsælar bækur. Einnig er þemahilla staðsett á vinstri hendi þegar gengið er að afgreiðslunni. Þar eru þemabækur mánaðarins en í desember eru þar Breskar …
Lesa fréttina Þemu desembermánaðar - Bækur og DVD-myndir

Jólagetraun Amtsbókasafnsins - Árleg getraun í barnadeildinni

Hvað heita kertin á aðventukransinum? En bækurnar þrjár sem Steinar Berg og Brian Pilkington hafa unnið saman að? Þetta eru meðal spurninga í árlegri jólagetraun Amtsbókasafnsins. Öll svörin má að sjálfsögðu finna á safninu. Getraunin er uppi í barnadeildinni en þann 6. janúar verða tveir heppnir vi…
Lesa fréttina Jólagetraun Amtsbókasafnsins - Árleg getraun í barnadeildinni

Nýr vefstjóri - Hjalti Þór tekur við af Þorsteini

Amtsbókasafnið hefur skipt um vefstjóra. Hjalti Þór Hreinsson tekur við keflinu af Þorsteini Gunnari Jónssyni. Netfang vefstjóra er því hjaltih@akureyri.is en allar ábendingar varðandi heimasíðuna eru vel þegnar.  
Lesa fréttina Nýr vefstjóri - Hjalti Þór tekur við af Þorsteini