Fréttir

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan

Gestum fækkaði árið 2010 en útlánum fjölgaði - Lánþegar yfir 11.000

Gestum á Amtsbókasafninu fækkaði á milli áranna 2009 og 2010. Samtals komu 127.575 gestir á safnið árið 2009 en árið 2010 voru þeir 122.069. Það gerir um 430 gesti á dag fyrir árið 2010 sem er fækkun um 20 manns að meðaltali. Lánþegum hefur þó fjölgað á árinu, þeir eru nú 11.007 en 1. janúar 2010 …
Lesa fréttina Gestum fækkaði árið 2010 en útlánum fjölgaði - Lánþegar yfir 11.000

Rafbókum fjölgar

Rafbækur njóta meiri vinsælda með hverju árinu sem líður. Tæki á borð við Kindle (á mynd) seljast vel og hjá Amazon seljast nú fleiri rafbækur en venjulegar bækur. Í tilefni af því uppfærðum við á Amtsbókasafninu listann okkar yfir fríar rafbækur. Hann má nálgast hér vinstra megin á síðunni. Þar m…
Lesa fréttina Rafbókum fjölgar

Afgreiðslutími um áramótin - Lokað til 3. janúar

Amtsbókasafnið er opið 30. desember frá 10-19 en opnar ekki aftur fyrr en á mánudaginn, 3. janúar. Þá er hefðbundinn opnunartími. Lokað er á gamlársdag og nýársdag sem og á sunnudögum. Amtsbókasafnið óskar Norðlendingum og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og þakkar kærlega fyrir gott samstarfsár…
Lesa fréttina Afgreiðslutími um áramótin - Lokað til 3. janúar

Hentugt að fá sér DVD um áramótin - Skiladagur 3. janúar og allt vaðandi í tilboðum

Það er hentugt að næla sér í DVD myndir á Amtsbókasafninu fyrir áramótin. Þeir sem taka mynd fyrir áramót skila ekki fyrr en 3. janúar. Samt sem áður kostar myndin aðeins 350 krónur sem fyrr. Þá eru tilboð, bæði í almennu deildinni (rómantískar og hugljúfar myndir) og í barnadeildinni (hundar og ket…
Lesa fréttina Hentugt að fá sér DVD um áramótin - Skiladagur 3. janúar og allt vaðandi í tilboðum

Í jólaskapi - Tæplega 150 bækur gefnar

Þeir sem lögðu leið sína á Amtsbókasafnið á Þorláksmessu hittu fyrir starfsfólk í jólaskapi sem útdeildi jólagjöfum. Um er að ræða bækur sem safnið hefði ellegar selt en í tilefni jólanna var tæplega 150 bókum pakkað inn og þær afhendar gestum safnsins. Vonum við að allir hafi verið sáttir með bókin…
Lesa fréttina Í jólaskapi - Tæplega 150 bækur gefnar

Afgreiðslutími á Amtsbókasafninu um jól og áramót - Lokað á aðfangadag, Jóladag og 2. dag jóla

Amtsbókasafnið tekur sér frí frá amstri jólanna á aðfangadag, Jóladag og á 2. í jólum. Safnið er opið á Þorláksmessu til 19 og opnar aftur 27. desember klukkan 10. Þeir sem taka DVD myndir fyrir jól skila þeim því ekki fyrr en þriðja dag jóla. Amtsbókasafnið óskar öllum gleðilegra jóla!
Lesa fréttina Afgreiðslutími á Amtsbókasafninu um jól og áramót - Lokað á aðfangadag, Jóladag og 2. dag jóla

Nýir titlar í tónlistardeild

Það er altlaf gaman að hlusta á góða tónlist og eftirtaldar diskar hafa bæst í safnið hjá okkur að undanförnu: Progress - Take That Fyrsti diskurinn sem þessi vinsæla hljómsveit gefur út eftir að Robbie nokkur Williams gekk til liðs við þá aftur, en hann hætti í hljómsveitinni 1995. Endlessly - Du…
Lesa fréttina Nýir titlar í tónlistardeild

Hver var heimanfylgja Hallgríms Péturssonar? - kynning og umfjöllun Steinunnar Jóhannesdóttur

Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur kynnir bók sína Heimanfylgju og fjallar um bakgrunn sögunnar og tilurð er tengist Norðurlandi á ýmsa vegu. Hún verður á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 18. desember kl. 14:00!!! Frásögnin fylgir drengnum Hallgrími Péturssyni frá fæðingu og til þess er h…
Lesa fréttina Hver var heimanfylgja Hallgríms Péturssonar? - kynning og umfjöllun Steinunnar Jóhannesdóttur

Vetur og frostrósir og Amtsbókasafnið - skemmtilegar myndir

Hér má sjá myndir sem teknar voru á Amtsbókasafninu föstudaginn 17. desember 2010 og sýna glöggt hversu öflugur og skemmtilegur veturinn getur verið! Út um glugga í afgreiðslunni, séð í vestur - sjáið bara snjóinn! Teiknimyndasögudeildin er skrautleg núna ... virkilega flott samt! Bara þokkale…
Lesa fréttina Vetur og frostrósir og Amtsbókasafnið - skemmtilegar myndir

Jólaglaðningur Soroptimista - Dugnaðarforkar færa glaðninga upp að dyrum

Soroptimistaklúbbur Akureyrar hefur um árabil verið í samvinnu við Amtsbókasafnið um að keyra bækur heim til fólks sem af einhverjum ástæðum kemst ekki sjálft á safnið. Frá stofnun Soroptimistaklúbbs Akureyrar árið 1982 hefur samstarfið vaxið og dafnað. Þessar yndislegur konur fóru síðustu heimsend…
Lesa fréttina Jólaglaðningur Soroptimista - Dugnaðarforkar færa glaðninga upp að dyrum

Hundar og kettir um alla barnadeildina - Á tilboði á Amtinu

Hundar og kettir ráða ferðinni í barnadeildinni um þessi misserin. Þar er nú tilboð á DVD myndum þar sem kettir eða hundar eru í aðalhlutverki. Fjölmargar skemmtilegar myndir eru í boði og eru til útláns á aðeins 100 krónur stykkið. Við minnum einnig á fjöldann allan af nýjum DVD titlum sem komu…
Lesa fréttina Hundar og kettir um alla barnadeildina - Á tilboði á Amtinu