Á Amtsbókasafninu hefur verið opnuð sýning þar sem fimmtán leikskólar kynna starf sitt, þó aðeins að litlum hluta. Eins og gefur að skilja er starf þeirra æði fjölbreytt og yfirgripsmikið og leikskólastjórar og starfsfólk hafa átt úr vöndu að velja varðandi sýninguna.
Sýningin stendur allan febrúarmánuð en allir þrettán leikskólarnir á Akureyri eiga muni á sýningunni auk leikskólanna á Svalbarðsströnd og í Eyjafjarðarsveit.
?Þarna er aðeins örlítið brot af því sem leikskólarnir gera,? segir Hrafnhildur Sigurðardóttir, leikskólafulltrúi á skóladeild Akureyrarbæjar. Hún ræddi við heimasíðuna ásamt fulltrúum frá Síðuseli, Pálmholti og Lundarseli.
?Sumt af því sem við sjáum er í tengslum við þróunarverkefni, Lundarsel gerði til að mynda verkefni í heimspeki og Krógaból, Síðusel og Sunnuból í lífsleikni,? segja þær og bæta við að þær séu vanar að vinna með lítil pláss og því hafi reynst þeim auðvelt að setja þessa stóru sýningu upp á fremur litlu svæði!