Seinkun verður á pöntunum úr millisafnalánum þessa vikuna. Þær pantanir sem koma inn frá miðvikudeginum 9. febrúar til föstudagsins 11. febrúar verða ekki afgreiddar fyrr en eftir næstu helgi. Að sjálfsögðu á það sama við um pantanir um helgina sjálfa.
Við bendum á að best er að panta millisafnalán í gegnum Gegni.is. Bókasafnið hefur útbúið kennslumyndband um hvernig það er gert, myndbandið og allar upplýsingar um millisafnalán má sjá hér.