Upplýsingaþjónusta Amtsbókasafnsins hefur nú verið færð. Eins og sagt var frá á heimasíðunni í síðustu viku er þetta liður í breytingum á lestrarsal safnsins.
Upplýsingaþjónustan er nú hjá aðalafgreiðslunni. Þjónustan verður ekki minni fyrir gesti safnsins heldur breytist aðeins staðsetningin.
Við þessar breytingar hefur önnur sjálfsagreiðsluvélin nú verið færð lítillega til, hún er nú upp við vegg á vesturglugga hússins. Þá hefur ljósritunarvél safnsins einnig verið færð þangað.