Amtsbókasafninu á Akureyri barst nýverið vegleg gjöf frá Gísla Steinari Jóhannessyni, framkvæmdastjóra Svifvængjaseturs Norðurlands. Þetta voru tímarit og mynddiskar um svifvængjaflug (e. paragliding). Um leið og við þökkum Gísla kærlega fyrir gjöfina, þá skorum við á fólk að kynna sér þessa skemmtilegu flugíþrótt. Mynddiskarnir eru á 7 daga láni og skv. ósk Gísla kostar ekkert að leigja þá :-)
Heimasíða Svifvængjaseturs Norðurlands
Myndband af heimasíðunni (upphaflega frétt frá N4):