Krakkar frá leikskólanum Hólmasól heiðruðu Amtsbókasafnið með nærveru sinni síðastliðinn föstudag. Krakkarnir komu í heimsókn í tilefni af Degi leikskólans og sungu nokkur lög á safninu.
Eins og heyra má á myndbandinu stóðu krakkarnir sig með mikilli prýði. Á myndasíðu Amtsbókasafnsins má svo sjá nokkrar myndir frá heimsókninni.
Hérna er myndband af krökkunum að syngja.