Amtsbókasafnið hefur útbúið kennslumyndband um millisafnalán. Ef bók, DVD-mynd, tímarit eða hvað sem er fæst ekki til útláns á Amtsbókasafninu er yfirleitt hægt að fá það að láni frá öðrum söfnum. Hvert gagn kostar 500 krónur sem er póstburðargjald fyrir gagnið. Um leið og það kemur á safnið er hringt í þig og þú getur nálgast það í afgreiðslunni. Allir sem eiga kort á safninu geta pantað millisafnalán.
Myndbandið má sjá hér.