Á hverju ári stendur Amtsbókasafnið, í samvinnu við Minjasafnið, fyrir Sumarlestrinum þar sem átta og níu ára gömul börn koma á safnið í nokkra klukkutíma í senn í eina viku. Þar skipa bækur eðlilega mestan sess en þó er ýmislegt fleira sem er á dagskrá.
Námskeiðin hafa vakið mikla athygli og í nýjasta fréttariti IFLA (International Federation of Library Associations) skrifaði barnabókavörðurinn okkar Ingibjörg Magnúsdóttir grein um námskeiðið.
Greinina má lesa hér fyrir neðan - afritið slóðina:
http://www.ifla.org/files/libraries-for-children-and-ya/newsletters/IFLA%20newsletter%20Dec%2010%20ebook.pdf