Sögueyjan Ísland hefur hleypt af stokkunum verkefninu Komdu með til Frankfurt. Þar í borg verður bókasýning í október en Ísland verður heiðursgestur á henni. Íslenski básinn verður skreyttur myndum af bókaskápum af íslenskum heimilum sem Sögueyjan er nú að safna.
Sagt er frá verkefninu í Fréttablaðinu í dag, í sérblaði um heimili.
Þar er sagt frá söfnun ljósmynda en allir eru hvattir til að taka þátt og senda myndir af bókaskápum á sínu heimili. Hægt er að senda myndirnar í gegnum Facebook-síðu verkefnisins, í gegnum heimasíðuna www.sagenhaftes-island.is eða í pósti til Sagenhaftes Island í Austurstræti 18. Þrír aðilar verða svo dregnir út og fá þeir ferð til Frankfurt á bókasýninguna að launum.
Á myndinni, sem fengin er af Facebook-síðunni, er bókaskápur Bókaskápur Yean Fee Quay og Stefáns Jónssonar.